Persónuverndarstefna

Boðleið er umhugað um persónuvernd sinna viðskiptavina og leggur mikið upp úr því að varðveita allar persónuupplýsingar í samræmi við lög og reglur. Fram kemur í 6. gr. laga nr. 90/2018, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, í hvaða tilvikum Boðleið er heimilt að vinna með persónuupplýsingar viðskiptavina. Þar kemur meðal annars fram að vinnsla persónuupplýsinga verður að byggja á samþykki viðskiptavinar eða ákvæðum laga. 

Heimasíða Boðleiðar notast ekki við vefkökur (Cookies) og safnar því engum upplýsingum um þá sem fara um heimasíðuna. Þó söfnum við nauðsynlegum persónuupplýsingum ef skilaboð eru send í gegnum vefsíðuna og/eða verslað er í vefverslun. Þær persónuupplýsingar sem við söfnum verða aðeins notaðar í þeim tilgangi að veita umbeðna þjónustu eða á grundvelli laga. 

Þær persónuupplýsingar sem Boðleið vinnur með fyrir hönd viðskiptavina sinna koma ávalt fram í samningum á milli aðila en geta til dæmis verið samskiptaupplýsingar starfsmanna, ss. tölvupóstur, sími, kennitala, nafn, heimilisfang og samskiptasaga, upplýsingar um símsvörun (tölfræði),  mögulega upptökur ef við á og varða starfsmenn og viðskiptavini viðskiptavina og, eftir atvikum, upplýsingar um fjárhags-, eigna- og skuldastöðu ábyrgðaraðila svo og netauðkenni. Allt eftir eðli samnings.  

Við undirritun viðskiptasamnings á milli Boðleiðar og viðskiptavina er ávalt undirritaður samningur um vinnslu persónuupplýsinga þar sem Boðleið ábyrgist örugga varðveislu þeirra og viðskiptavinir samþykkja meðferð og vinnslu sinna persónuupplýsinga sem nauðsynlegar eru Boðleið til að veita umsamda þjónustu. Ef starfsmenn Boðleiðar þurfa af einhverjum ástæðum að afla frekari gagna er viðskiptavinur ávalt látinn vita.  Starfsmenn Boðleiðar eru bundnir trúnaði og hafa fengið fræðslu og þjálfun um vinnslu persónuupplýsinga.  

Verði starfsmenn Boðleiðar varir við öryggisbrest við vinnslu persónuupplýsinga vipskiptavina, er þeim tilkynnt um það tafarlaust.  

Við lok samningssambands er öllum persónuupplýsingum skilað eða eytt, hvort sem viðskiptavinur ákveður. Auk þess er öllum afritum af upplýsingunum eytt, nema mælt sé fyrir um annað í lögum. 

Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi vinnslu persónuupplýsinga þinna eða persónuverndarstefnu þessa, vinsamlegast hafðu samband við persónuverndarfulltrúa Boðleiðar í gegnum netfangið kolbrun@bodleid.is eða hringja í síma 535-5200. Persónuverndarfulltrúi Boðleiðar er Kolbrún Eva Ríkharðsdóttir.