Allur reksturinn í einum viðskiptahugbúnaði.
Einfalt, skilvirkt og hagkvæmt!

Odoo er hannað á réttan hátt.
Odoo er fyrsta raunverulega AIO (all-in-one) viðskiptalausnin sem er í
boði á Íslandi. Hér er raunverulega um að ræða einn hugbúnað á einum gagnagrunni
sem leysir fjölda annara hugbúnaðarlausna af hólmi!
Ímyndaðu þér viðskiptahugbúnað eða tölvukerfi þar sem þú hefur aðgang að safni af viðskiptaöppum eða kerfiseiningum þar sem þú getur valið þér það sem þér hentar hverju sinni.
Þarf að bæta eitthvað í fyrirtækinu? Það er til app fyrir það!Ekkert flækjustig, engin aukakostnaður, einungis einn smellur til að setja upp nýtt viðskiptaapp.
Ímyndaðu þér áhrifin sem það hefur þegar allt starfsfólkið fær réttu tólin til að sinna sínu hlutverki innan fyrirtækisins.
Hvert app einfaldar ferli og utanumhald. Hvert app styrkir og eflir starfsfólkið.
Þetta er Odoo!
Kynntu þér helstu öpp hér að neðan.
Engar erfiðar samþættingar á hugbúnaði
Ef þú ert með ýmsar tegundir af hugbúnaði sem gegnir mismunandi hlutverki í rekstrinum þá eru miklar líkur á því að allur þessi hugbúnaður sé ekki samtengdur. Einnig er líklegt að mikil vinna og kostnaður fylgi því að samtengja hugbúnaðinn svo upplýsingar geti flætt á milli.
Öppin í Odoo eru samþáttuð frá grunni og eru því hagkvæmari leið við en að vera með hugbúnað frá mismunandi framleiðendum. Ferlar verða sjálfvirkari um leið og yfirsýnin yfir mikilvæga hluti rekstrarins verður betri frá byrjun. Upplýsingar flæða óhindrað á milli rekstrareininga.
Allt sem þú þarft í notendavænu viðmóti
Odoo er með svokallað „open-source development model“ og því er opin aðgangur fyrir þúsundir forritara og sérfræðinga til að hanna viðskiptaöpp með mismunandi þarfir fyrirtækja í huga. Notendur Odoo hafa því aðgang að gríðarlega miklum fjölda viðskipta appa sem eru fullkomlega samþáttuð sín á milli.
Odoo gefur út uppfærslu árlega og breytingar á notendaviðmóti ná alltaf yfir öll öpp. Odoo er því í stöðugri þróun.

Íslensk aðlögun
Boðleið hefur sérhannað tengingar við íslenska aðila þ.e. Skattinn, bankana, Þjóðskrá, Fyrirtækjaskrá og rafræna skeytamiðlun.

Boðleið er Silver Partner Odoo
Á skömmum tíma hefur Boðleið náð þeirri viðurkenningu að vera Silver Partner Odoo. Í stuttu máli þýðir það að Boðleið er mjög framarlega í þekkingarstigi og reynslu þegar kemur að Odoo hugbúnaðinum.
Skilyrði þess að gerast Odoo Silver Partner er að hafa fleiri vottaða sérfræðinga, aukna afkastagetu og hærra þjónustustig.

Odoo fyrirtækið
Odoo hugbúnaðurinn er framleiddur af belgíska fyrirtækinu Odoo SA þar sem starfa um 2.800 manns.
Odoo hefur um 5.000 samstarfsaðila um allan heim og um 12 milljón notendur eru að kerfinu.
Algengar spurningar og svör „Q&A“
Kostnaður við Odoo samanstendur af:
- Áskriftargjald til Odoo (fjöldi notenda).
- Hýsing (val á hýsingarleið og gagnamagn).
- Íslenskar viðbætur frá Boðleið (greiddar sérstaklega).
- Innleiðingarkostnaður samkvæmt verksamningi (fer eftir umfangi, hraða og flækjustigi).
Áskrift er greidd mánaðarlega eða árlega beint til Odoo í Belgíu. Árleg greiðsla er hagstæðari.
Boðleið fer eftir verðskrá Odoo og hana má nálgast hér https://www.odoo.com/pricing
Kostnaður við innleiðingu fer eftir:
- Umfangi verkefnis
- Fjölda innleiddra kerfiseininga (app)
- Sérsniðnum þörfum viðskiptavinar
Við byrjum á ítarlegri þarfagreiningu og gerum síðan fast verðtilboð fyrir upphafsverkefnið. Í mörgum tilvikum er hægt að skipta verkefninu í áfanga til að dreifa kostnaði.
Mikilvægur þáttur í allri innleiðingu er væntingastjórnun – Odoo er mjög umfangsmikið kerfi og lykilatriði er að skilgreina skýrt markmið og forgangsröðun til að tryggja árangur innan samkomulagsramma.
- Langmesta reynsla á Íslandi í Odoo-innleiðingum.
- Heildarlausnir ekki bara Odoo: hugbúnaður, fjarskipti, netöryggi, tækniaðstoð og bókhald.
- Sérhæft þróunarteymi, með öflugri sérlausnaframleiðslu.
- Staðfært Odoo launakerfi í stöðugri þróun með áætlun á að það komi á markað 2026
- Erum líka bókhaldsstofa og erum því fremstir meðal jafningja í fjárhagshluta Odoo
- Mikil reynsla af fyrirtækjaþjónustu: Með tæplega 1000 mánaðarlega viðskiptavini í allskonar fyrirtækjaþjónustu
Viðskiptavinir Odoo koma úr öllum geirum. Kerfið býr yfir gríðarlegri aðlögunarhæfni og með yfir 80 mismunandi einingar getur Odoo kerfið komið í stað nánast hvaða rekstarkerfis sem er
Dæmi um iðnaði/atvinnugreinar sem Odoo hentar vel fyrir:
- Verslanir:
Heildsölur, smásölur, bókabúðir, fataverslanir, sérvöruverslanir o.fl. - Framleiðslufyrirtæki:
Matarframleiðsla, lyfjaframleiðsla, brugghús, fataframleiðendur o.fl. - Heilbrigðisfyrirtæki:
Tannlæknar, heilsugæslur, líkamsrækt, sjúkrahús, heilsuhús o.fl. - Ferðaþjónusta og veitingahús:
Hótel, veitingastaðir, skemmtistaðir, krár, ferðaskrifstofur o.fl. - Þjónustufyrirtæki:
Stofnþjónusta, leiguaðilar, iðnaðarmenn, tækniþjónustur, bifreiðaþjónustur o.fl.
- Koma til okkar á kynningarfund (ókeypis).
- Kaupa af okkur ítarlega þarfagreiningu.
Verðið á þarfagreiningu fellur svo inn í kostnað af innleiðingu ef ákveðið er að fara í það með okkur
Mikilvægasta skrefið í innleiðingunni er þarfagreiningin. Góð þarfagreining = Gott kerfi - Útfrá þarfagreiningu gerum við svo fast verðtilboð í innleiðinguna, verkáætlun yfir tímaramman og áfangaskiptingu forgagnsatriða
Í hröðu tæknisamfélagi nútímans er óhjákvæmilegt að fjárfesta í framþróun eigin tækniumhverfis til að verða ekki fljótt eftirá. Best er að gera ráð fyrir því strax frá upphafi, þannig að hægt sé að tryggja að kerfið sé alltaf uppfært, öruggt og aðlagað að þörfum fyrirtækisins.
Það er óraunhæft og óábyrgt að ráðast í stóra umbreytingu á tækniumhverfi án þess að gera ráð fyrir því í fjárhagsáætlun að sinna þurfi reglulegu viðhaldi, uppfærslum og áframhaldandi þróun.
Kostnaði má þó halda í lágmarki með því að:
- Takmarka sérþróun og sérskrifaða kóða.
- Nýta kerfið eins mikið og hægt er í sinni stöðluðu mynd.
Boðleið er eina tæknifyrirtækið á Íslandi sem framkvæmir allar sínar innleiðingar á föstum verðum. Við hefjum hvert verkefni á ítarlegri þarfagreiningu og innleiðum eingöngu það sem kemur skýrt fram í niðurstöðum hennar. Þannig er hægt að tryggja að viðskiptavinir þurfi ekki að óttast falda bakreikninga eða óvæntan aukakostnað.
Innleiðingarferlið fylgir skýru verkferli:
- Útnefning SPoC (Single Point of Contact) hjá viðskiptavininum, sem ber ábyrgð á innleiðingunni innanhúss, bæði í verkefnastjórnun og samskiptum við Boðleið.
- Þessi tengiliður fær ítarlega þjálfun til að verða aðalnotandi (super-user), sem þekkir alla þætti kerfisins og getur leiðbeint öðrum starfsmönnum í framtíðinni.
Við leggjum ríka áherslu á að fyrirtæki geri sér grein fyrir því að innleiðing Odoo er ekki aðeins fjárfesting í fjármagni heldur einnig í tíma starfsmanna. Stafræn umbreyting krefst virkrar þátttöku – hún gerist ekki sem hliðarverkefni. Starfsmenn sem koma að innleiðingunni þurfa að gefa verkefninu tíma og athygli til að tryggja árangur.