Fjarskipti


Góð fjarskipti eru lykillinn að velgengni.

Við bjóðum uppá fjölbreyttar, nútímalegar og hagkvæmar fjarskiptalausnir fyrir fyrirtæki.

3CX

3CX er öflugt hugbúnaðarsímkerfi sem býður upp á eiginleika eins og hefðbundin símtöl, myndfundi, skiptiborð og netspjall.

Símkerfinu fylgir hugbúnaðarsími sem hægt er að nota sem sjálfstæðan tölvusíma, sem app í farsíma eða hugbúnað fyrir borðsíma. Það er því hægt að svara í fyrirtækjanúmerið hvar sem er og hvenær sem er.


Nánar

Teams

Teams er nútíma vinnustaðurinn þinn, heima, á skrifstofunni eða á ferðinni. 

Microsoft Teams er öflugt samvinnu- og samskiptatól sem hjálpar við skipulag hópa og vinnslu verkefna. Teams heldur utan um fundaskipulag, dagatöl, skjölun, samskipti og fleira. Með Teams fæst yfirsýn yfir verkefni og það auðveldar samskipti við samstarfsfólk hvar og hvenær sem er.

Hægt er að nota teams sem símkerfi en þá er kerfið tengt við almennt símkerfi og hægt er að hringja og svara hefðbundnum símtölum en ekki eingöngu öðrum Teams notendum. Með öll samskipti í gegnum Teams einfaldast vinnuumhverfið. 

SMS gáttir

Með SMS gátt er hægt að senda SMS skilaboð beint á einstaklinga eða fjöldsaskilaboð á hópa með einföldum hætti í gegnum vefaðgang. 

Hægt er að tengja SMS gátt við 3CX símkerfið til að senda skilaboð beint úr 3CX á starfsmenn. 

Einnig er hægt að tengja SMS gáttir við viðskiptahugbúnað eins og Odoo og opna þannig á möguleikann að senda SMS úr öllum einingum kerfisins á starfsmenn eða viðskiptavini. Dæmi um það gætu verið SMS til viðskiptavinar þegar pöntun er tilbúin eða áminning um tímabókun.

Totalview

Total-View er öflugt samskiptatól sem tengist AD, og öllum helstu dagbókum til að sjá stöðu starfsmanna og fundi, hver talaði við viðskiptavin síðast o.fl.Nánar

Internetáskriftir

Ljósleiðaratenging með ótakmörkuðu gagnamagni og allt að 1 Gb hraða.Farsímaáskriftir

Ótakmörkuð símtöl úr farsíma til 40 landa, utan gjaldnúmera.