Teams
Teams er nútíma vinnustaðurinn þinn, heima, á skrifstofunni eða á ferðinni.
Microsoft Teams er öflugt samvinnu- og samskiptatól sem hjálpar við skipulag hópa og vinnslu verkefna. Teams heldur utan um fundaskipulag, dagatöl, skjölun, samskipti og fleira. Með Teams fæst yfirsýn yfir verkefni og það auðveldar samskipti við samstarfsfólk hvar og hvenær sem er.
Hægt er að nota teams sem símkerfi en þá er kerfið tengt við almennt símkerfi og hægt er að hringja og svara hefðbundnum símtölum en ekki eingöngu öðrum Teams notendum. Með öll samskipti í gegnum Teams einfaldast vinnuumhverfið.