Odoo er allt í einum hugbúnaði


Odoo hugbúnaðurinn er framleiddur af belgíska fyrirtækinu Odoo og er skýjalausn sem keyrir á vafra óháð stýrikerfi.

Boðleið hefur sérhannað tengingar við íslenska aðila s.s. Skattinn, bankana, Þjóðskrá, Fyrirtækjaskrá og rafræna skeytamiðlun.

Odoo hugbúnaðurinn er hagkvæm, alhliða, tæknileg rekstrarlausn.

Odoo einfaldar reksturinn og eykur skilvirkni því allt er samtengt.

Odoo inniheldur allan nauðsynlegan rekstrarhugbúnað s.s. fjármál, sölu, markaðsmál, birgðir, mannauð, vefkerfi og verkefnastjórnun.Einfaldaðu hlutina

Veldu einn hugbúnað með öllum hlutverkum í staðinn fyrir marga með einu hlutverki hver. 

Einfaldara, hagkvæmara og skilvirkara.


Engar erfiðar samþættingar á hugbúnaði

Ef þú ert með ýmsar tegundir af hugbúnaði sem gegnir mismunandi hlutverki í rekstrinum þá eru miklar líkur á því að allur þessi hugbúnaður sé ekki samtengdur. Einnig er líklegt að mikil vinna og kostnaður fylgi því að samtengja hugbúnaðinn svo upplýsingar geti flætt á milli.


Öppin í Odoo eru samþáttuð frá grunni og eru því hagkvæmari leið við en að vera með hugbúnað frá mismunandi framleiðendum. Ferlar verða sjálfvirkari um leið og yfirsýnin yfir mikilvæga hluti rekstrarins verður betri frá byrjun. Upplýsingar flæða óhindrað á milli rekstrareininga.

Allt sem þú þarft í notendavænu viðmóti

Odoo er með svokallað „open-source development model“ og því er opin aðgangur fyrir þúsundir forritara og sérfræðinga til að hanna viðskiptaöpp með mismunandi þarfir fyrirtækja í huga. Notendur Odoo hafa því aðgang að gríðarlega miklum fjölda viðskipta appa sem eru fullkomlega samþáttuð sín á milli.


Odoo gefur út uppfærslu árlega og breytingar á notendaviðmóti ná alltaf yfir öll öpp. Odoo er því í stöðugri þróun.