Yealink MVC S50-C5U-000 er fullbúið fundarkerfi hannað fyrir meðal og stór fundarherbergi (t.d. 7-20 manns) með samþættuðum mynd- og hljóðlausnum, PC tölvu, viðveruskynjara og snertitöflu á borð. Kerfið er með innbyggt Microsoft Teams Rooms (Windows útgáfa) og býður upp á einfalda uppsetningu, stýringu og háþróaða mynd- og hljóðvinnslu.
Þriggja linsa myndavélakerfi í Yealink MeetingBar A50: þrjár 50 MP myndavélar – ein víðlinsu og tvær tele-linsur – sem tryggja skýra mynd í rýmum með fleiri þátttakendum.
AI-knúnar myndvinnsluaðgerðir: t.d. „IntelliFocus“, „Multi-Stream IntelliFrame“, „Video Fence“ sem sjá um að ramma inn og fylgja þátttakendum á fundinum.
Áreiðanleg hljóðlausn með háþróuðum míkrafóna-fylkingum (MEMS) og hátölurum sem ná til stórra rýma.
Mini-PC, Yealink MCore 4: Með Intel Ultra5 125H örgjörva, 16 GB DDR5 vinnsluminni, 256 GB SSD og stuðningi við AV / LAN tengingar.
Snertitafla MTouch Plus (11.6″) til fundarstjórnunar: kveikja á fundi, deila efni, stjórna myndavél og hljóði.
RoomSensor – viðveruskynjari sem nemur fundarherbergið: skynjar þátttakendur, birtir umhverfisgögn (t.d. hitastig og raka) og getur vakið kerfið upp þegar fólk kemur inn.
Einföld uppsetning: ein CAT5e snúra nægir til að tengja MCore 4 við MTouch Plus, þannig að gagnasending og rafmagn fer í gegnum eina snúru.
Stuðningur við bæði víraða og þráðlausa skjádeilingu (wired og wireless sharing) – gerir þátttakendum kleift að deila skjá frá fartölvu eða öðrum tækjum.
Hægt er að fylgjast með og stjórna kerfinu með fjartengdum stjórnunartólum og Yealink Cloud lausnum.
Breyttir opnunartímar verða dagana 24.desember og 31.desember.
24.desemberLokað31.desemberLokað
Almennur opnunartími:Mánudaga - fimmtudaga:8:30 - 16:30Föstudaga:8:30 - 15:00