November 19, 2015

Yealink

 

Yealink Símar eru með vönduðustu ip símum í heimi, mikil reynsla er komin á notkun þeirra á Íslandi og standast þeir ströngustu kröfur í gæðum og verði. Yealink síma má nota með flestum gerðum símkerfa og því ekki þörf að því að vera með símkerfi frá Boðleið til þess að geta notað þá. Yealink styður m.a. kerfi eins og broadsoft, Lync, Alcatel, 3cx og fleiri. Hægt er að fara inn á vöruland.is hér að neðan til að sjá það úrval sem er í boði ásamt verðum. hægt er að ganga frá kaupum á símum á Vörulandi og fá símana senda.

Leiðbeiningar

Leiðbeiningar og aðrar tæknilegar upplýsingar um Yealink síma má nálgast hér að neðan

T2x línan 

Yealink er með símtæki sem henta öllum fyrirtækjum T2x línan er sú ódýrasta og inniheldur síma frá T19 til T29. T19P er Ódýrasti sími sem kemur frá Yealink og hentar hann í mörgum tilfellum mjög vel, þó eru takmarkanir á honum og styður hann ekki höfuðtól eða tengingu við símkerfi sem hýst er í skýjalausn. Í T2x línunni eru svo símar sem henta öllum aðstæðum, hafðu samband og við finnum rétta símann fyrir þig. 

T4X Línan

T4x Línan eru símar sem eru vandaðri að útliti og bjóða upp á betri tengimöguleika, í flottustu símunum í T4x Línunni er kominn snertiskjár og jafnvel myndavél sem styður myndsamtöl. myndsíma er hægt að tengja við skjá og því möguleikarnir margir.

Yealink Fundarsímar

Yealink fundasímar eru hágæða fundarsímar sem styðja lítil og meðalstór fundarherbergi, hægt er að tengja farsíma við fundarsímann og usb lykil til upptöku. hægt er að tengja auka hljóðnema til að auka drægni símans. 

á vörulandi er hægt að panta fundarsíma eins og aðrar yealink vörur.